Söngkonan Hafdís Huld kynnti nýja lagið sitt Hindsight í þættinum Íslenskri tónlist með Heiðari Austmann. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði. Lagið er af sjöttu sólóplötu Hafdísar, Darkest night, sem kom út í byrjun febrúar

Söngkonan Hafdís Huld kynnti nýja lagið sitt Hindsight í þættinum Íslenskri tónlist með Heiðari Austmann. Í þættinum gerir Heiðar íslenskri tónlist hátt undir höfði. Lagið er af sjöttu sólóplötu Hafdísar, Darkest night, sem kom út í byrjun febrúar. „Ætli besta þýðingin á Hindsight sé ekki að vera vitur eftir á. Þegar maður hugsar til baka er svo augljóst að ein ákvörðun og einhver ein manneskja er upphafið á atburðarás sem hefði getað orðið allt öðruvísi,“ segir hún í kynningunni á laginu. „Ef það væri möguleiki á að skjótast aðeins aftur í tímann og gefa sjálfum sér ráð, myndi maður nýta sér það? Ég ræddi þetta við vinkonu mína og hún sagði að maður gæti engu breytt við fortíðina svo reyndu bara að fá gott lag út úr henni. Sama dag samdi ég þetta lag.“ Lestu meira á K100.is.