Framtíðin? Hugmyndir eru um mörg jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu.
Framtíðin? Hugmyndir eru um mörg jarðgöng á höfuðborgarsvæðinu. — Morgunblaðið/Júlíus
Sérfræðingahópur á vegum Sjálfstæðisflokksins metur nú kosti þess að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með jarðgöngum. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins, er formaður hópsins og talsmaður

Sérfræðingahópur á vegum Sjálfstæðisflokksins metur nú kosti þess að greiða fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu með jarðgöngum.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálstæðisflokksins, er formaður hópsins og talsmaður.

„Við erum í grunninn að tala um að færa umferð á stofnbrautum niður í göng til að skapa betra umhverfi ofanjarðar,“ segir Vilhjálmur.

„Við sjáum mörg göng fyrir okkur. Það þyrfti hins vegar að forgangsraða göngunum og stofna þyrfti félag eins og Spöl til þess að meta hvar hagkvæmast væri að byrja og hver raunhæfasta forgangsröðin væri. Ég tel að það sé mikilvægt að það verði gert á faglegum og hagfræðilegum forsendum en ekki pólitískum,“ segir Vilhjálmur en rætt er við hann um þessar hugmyndir í Morgunblaðinu í dag. » 2