Norður ♠ 97632 ♥ Á1085 ♦ 9 ♣ G43 Vestur ♠ 108 ♥ K943 ♦ G542 ♣ ÁD7 Austur ♠ Á ♥ DG76 ♦ ÁD873 ♣ 952 Suður ♠ KDG54 ♥ 2 ♦ K106 ♣ K1086 Suður spilar 4♠

Norður

♠ 97632

♥ Á1085

♦ 9

♣ G43

Vestur

♠ 108

♥ K943

♦ G542

♣ ÁD7

Austur

♠ Á

♥ DG76

♦ ÁD873

♣ 952

Suður

♠ KDG54

♥ 2

♦ K106

♣ K1086

Suður spilar 4♠.

„Burtséð frá því að vera afsölun á frumkvæði þá hafa trompútspil leyndan galla, sem oft vill gleymast.“ Gölturinn hafði fundið dæmi frá úrslitaleik Vanderbilt þar sem útspil í trompi kostaði ekki beint samninginn en leiddi vörnina á villigötur.

Suður spilaði 4♠ á báðum borðum eftir tígulopnun í austur. Öðrum megin kom út tígull upp á ás og lauf um hæl. Einn niður í hvelli. Hinum megin trompaði vestur út. Austur skipti yfir í lauf og valdi tvistinn til að sýna lengd. Vestur tók á ♣ÁD og spilaði þriðja laufinu í þeirri von að makker ætti kónginn. Unnið spil.

„Kannski átti austur að spila laufníunni frekar en tvistinum – það er álitamál. En trompútspilið gefur litlar upplýsingar og þar með verður svigrúm til mistaka meira. Maður sér þetta svo oft,“ sagði Gölturinn og leit dreyminn til lofts.