Yfirtaka Tilkynnt var um yfirtökutilboð JBT í Marel í nóvember sl.
Yfirtaka Tilkynnt var um yfirtökutilboð JBT í Marel í nóvember sl. — Morgunblaðið/Ómar
Samkomulag hefur náðst milli Marels og John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð JBT í Marel. Tilkynnt var um yfirtökutilboðið JBT í nóvember sl

Samkomulag hefur náðst milli Marels og John Bean Technologies Corporation (JBT) um helstu skilmála í tengslum við fyrirhugað yfirtökutilboð JBT í Marel. Tilkynnt var um yfirtökutilboðið JBT í nóvember sl. Hluthafar Marels munu sem fyrr hafa um þrjár greiðsluleiðir að velja, að fá greitt í reiðufé, fá hlut í JBT eða hvort tveggja.

Evrópski vogunarsjóðurinn Teleios Capital Partners, sem er einn stærsti hluthafi Marels með 3,3% hlut og hafði áður lagst gegn yfirtöku JBT, sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem sjóðurinn segist nú styðja yfirtökutilboðið.