Gleðistund Innkaupanefnd Listasafns Íslands, stjórn Listaverkasafns Valtýs og listamenn sem keypt voru verk eftir eða fulltrúar þeirra.
Gleðistund Innkaupanefnd Listasafns Íslands, stjórn Listaverkasafns Valtýs og listamenn sem keypt voru verk eftir eða fulltrúar þeirra. — Ljósmynd/Elisa B. Guðmundsdóttir
Í tilefni þess að þann 27. mars sl. voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs Péturssonar listmálara var styrk úthlutað til Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri til kaupa á verkum eftir ungt myndlistarfólk, að því er fram kemur í tilkynningu frá Listasafni Íslands

Í tilefni þess að þann 27. mars sl. voru 105 ár liðin frá fæðingu Valtýs Péturssonar listmálara var styrk úthlutað til Listasafns Íslands og Listasafnsins á Akureyri til kaupa á verkum eftir ungt myndlistarfólk, að því er fram kemur í tilkynningu frá Listasafni Íslands. Segir þar að árið 2011 hafi verið stofnaður sjóður Listaverkasafns Valtýs Péturssonar til að halda ævistarfi hans til haga.

Listamennirnir sem Listasafn Íslands keypti verk eftir eru þau Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Joe Keys, Sigrún Hlín Sigurðardóttir og Una Margrét Árnadóttir. Segir í fyrrnefndri tilkynningu að safnið fagni nýjum aðföngum í listaverkaeign þjóðarinnar og þakki stjórn Listaverkasafns Valtýs fyrir rausnarlega gjöf og velvilja. Valtýr Pétursson fæddist árið 1919 og lést árið 1988. Hann var einn af brautryðjendum abstraktlistar á Íslandi og virkur gagnrýnandi og þátttakandi í félagsstarfi myndlistarmanna.