ÍA Rúnar Már Sigurjónsson lék áður með HK og Val í efstu deild.
ÍA Rúnar Már Sigurjónsson lék áður með HK og Val í efstu deild. — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Rúnar Már Sigurjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leika með Skagamönnum á komandi tímabili. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, staðfesti þetta á blaðamannafundi á Hlíðarenda í gær. Rúnar, sem er 33 ára miðjumaður, hefur leikið…

Rúnar Már Sigurjónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leika með Skagamönnum á komandi tímabili. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, staðfesti þetta á blaðamannafundi á Hlíðarenda í gær. Rúnar, sem er 33 ára miðjumaður, hefur leikið erlendis frá 2013, síðast með Voluntari í Rúmeníu en áður í Kasakstan, Sviss og Svíþjóð. Rúnar á að baki 32 landsleiki fyrir Íslands hönd og ætti að styrkja lið ÍA verulega.