Tússlitirnir ráða ríkjum í verkunum.
Tússlitirnir ráða ríkjum í verkunum.
Myndlistarmaðurinn Sindri Ploder opnar einkasýningu sína SINDRI í Gallery Porti í dag kl. 16 og 18. Segir í tilkynningu að verk Sindra einkennist af auðþekkjanlegum, svipsterkum og grípandi andlitsmyndum

Myndlistarmaðurinn Sindri Ploder opnar einkasýningu sína SINDRI í Gallery Porti í dag kl. 16 og 18. Segir í tilkynningu að verk Sindra einkennist af auðþekkjanlegum, svipsterkum og grípandi andlitsmyndum. Það mótíf skíni í gegn sama í hvaða miðil Sindri vinni, hvort sem það er með penna á pappír, keramík, textíl eða í við. Hans helsta ástríða sé að teikna með tússpenna á pappír enda taki hann tússlitina með sér hvert sem hann fari. Sýningin stendur til 27. apríl.