Unnur Jósavinsdóttir fæddist 26. september 1932 á Auðnum í Öxnadal. Hún lést á heimili sínu, Lögmannshlíð, 5. mars 2024.

Foreldrar hennar voru Jósavin Guðmundsson bóndi á Auðnum, f. 17. desember 1888, d. 27. maí 1938, og Hlíf Jónsdóttir húsfreyja á Auðnum, f. 24. maí 1897, d. 13. maí 1972.

Unnur var yngst systkina sinna, í aldursröð voru þau: Margrét, Steingerður, Ragnheiður, Gunnar, Ester, Ari, Hreinn og Guðmundur. Þau eru öll látin.

Eftirlifandi eiginmaður er Bergvin Halldórsson, f. 10. júlí 1932.

Börn þeirra eru Guðríður Elín, f. 26. nóvember 1951, maki Sigþór Bjarnason, f. 11. febrúar 1948, d. 22. júní 2023. Erlingur Steinar, f. 23. apríl 1955, maki Ingibjörg Ágústsdóttir, f. 24. nóvember 1956.

Átti hún átta ömmubörn, 17 langömmubörn og fjögur langalangömmubörn.

Útför hennar fór fram frá Akureyrarkirkju 25. mars 2024.

Minningargrein á:
www.mbl.is/andlat