Baldur Þór Ragnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik og tekur við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt liðinu frá 2018. Baldur þjálfaði Tindastól frá 2019 til 2022 og hefur síðan verið þjálfari unglingaliðs Ulm í …

Baldur Þór Ragnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik og tekur við af Arnari Guðjónssyni sem hefur stýrt liðinu frá 2018. Baldur þjálfaði Tindastól frá 2019 til 2022 og hefur síðan verið þjálfari unglingaliðs Ulm í Þýskalandi og verið aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins.

Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk silfur í 200 metra skriðsundi á Opna sænska meistaramótinu í Stokkhólmi í gær. Hún synti á 1:59,21 mínútu og var örstutt á eftir sigurvegaranum, Nele Schulze frá Þýskalandi. Anton Sveinn McKee fékk brons í 200 metra bringusundi. Hann synti á 2:10,74 mínútum og var á eftir Hollendingunum Arno Kamminga og Casper Corbeau.

Þorlákur Breki Baxter, 19 ára knattspyrnumaður frá Egilsstöðum, er kominn til liðs við Stjörnuna en hann hefur frá síðasta hausti leikið með unglingaliði Lecce á Ítalíu. Þorlákur lék með Selfossi í 1. deildinni í fyrra.

Enska félagið Liverpool er komið í viðræður við Rúben Amorim, knattspyrnustjóra Sporting í Portúgal, um að taka við af Jürgen Klopp eftir þetta tímabil.