Trent Reznor er eldri en tvævetur í bransanum.
Trent Reznor er eldri en tvævetur í bransanum. — AFP/Michael Tran
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Mín skoðun er sú að arfaslakar greiðslur streymisveitna hafi sært mikinn fjölda tónlistarmanna andlega enda gerir þetta mönnum nær ófært að hafa í sig og á sem listamönnum,“ segir Trent Reznor, leiðtogi rokkbandsins Nine Inch Nails, í samtali við tímaritið GQ

„Mín skoðun er sú að arfaslakar greiðslur streymisveitna hafi sært mikinn fjölda tónlistarmanna andlega enda gerir þetta mönnum nær ófært að hafa í sig og á sem listamönnum,“ segir Trent Reznor, leiðtogi rokkbandsins Nine Inch Nails, í samtali við tímaritið GQ. Vísar hann í því sambandi til veitna á borð við Spotify og Apple Music.

„Þetta er fínt ef þú ert Drake en alls ekki fínt ef þú ert Grizzly Bear,“ heldur hann áfram. „Og sannleikurinn er þessi: Horfið í kringum ykkur. Við höfum rætt „land mun rísa“-pælinguna nógu lengi til að átta okkur á því að það gerist alls ekki í öllum tilvikum. Sumt land rís, annað ekki. Og sumir ná ekki endum saman. Það er ekki listinni í vil.“

Reznor endurspeglar hér sjónarmið fleiri málsmetandi tónlistarmanna en Bruce Dickinson, söngvari Iron Maiden, talaði í sama anda hér í blaðinu fyrir viku.