Sigur Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Íslands sem gerði endanlega út um leikinn á Kópavogsvellinum í gær.
Sigur Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar eftir að hafa skorað þriðja mark Íslands sem gerði endanlega út um leikinn á Kópavogsvellinum í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hóf undankeppni Evrópumótsins 2025 eins og best verður á kosið með því að sigra Pólverja, 3:0, í fyrsta leiknum á Kópavogsvelli í gær. Íslenska liðið slapp með skrekkinn strax á 12

Í Kópavogi

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu hóf undankeppni Evrópumótsins 2025 eins og best verður á kosið með því að sigra Pólverja, 3:0, í fyrsta leiknum á Kópavogsvelli í gær.

Íslenska liðið slapp með skrekkinn strax á 12. mínútu þegar Fanney Inga Birkisdóttir varði úr dauðafæri frá Ewu Pajor sem skaut í þverslána í kjölfarið.

Eftir jafnan fyrri hálfleik komst Ísland yfir á lokamínútum hans þegar Bryndís Arna Níelsdóttir átti skot af stuttu færi, boltinn var á leið framhjá markinu en fór beint í höfuð pólsks varnarmanns og þaðan í netið.

Mínútu síðar var staðan orðin 2:0 þegar Diljá Ýr Zomers skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur frá vinstri.

Sveindís gerði út um leikinn með þriðja markinu á 65. mínútu þegar hún fékk boltann frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sneri sér og skaut í hægra hornið niðri. Ísland hafði öll tök á leiknum eftir það og mörkin hefðu getað orðið fleiri.

Höf.: Víðir Sigurðsson