Slökkvistörf Útköll vegna elds í janúar-mars voru alls 278.
Slökkvistörf Útköll vegna elds í janúar-mars voru alls 278. — Morgunblaðið/Kristinn
Á fyrstu þremur mánuðum ársins sinntu slökkvilið landsins alls 683 útköllum. „Af þeim eru 278 útköll vegna elds og þar af er 31 tilfelli þar sem orsök er talin vera íkveikja. Á meðal verkefna slökkviliða voru 92 útköll vegna vatnstjóns og 25 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur

Á fyrstu þremur mánuðum ársins sinntu slökkvilið landsins alls 683 útköllum. „Af þeim eru 278 útköll vegna elds og þar af er 31 tilfelli þar sem orsök er talin vera íkveikja. Á meðal verkefna slökkviliða voru 92 útköll vegna vatnstjóns og 25 útköll vegna viðvörunarkerfa þar sem ekki var eldur. Slökkviliðin hafa sinnt 13 útköllum á fyrsta ársfjórðungi 2024 þar sem manneskja hefur verið í neyð,“ segir í samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á tölum úr útkallsskýrslugrunni slökkviliða landsins á fyrsta fjórðungi yfirstandandi árs.

Frá áramótum til loka marsmánaðar hafa slökkviliðin farið í ellefu útköll vegna gróðurelda en alls voru útköll vegna gróðurelda 106 talsins á öllu seinasta ári.

Útköll vegna umferðarslysa hafa verið heldur færri á fyrsta ársfjórðungi ársins en fyrr í vetur. „Á fyrsta ársfjórðungi árið 2024 hefur komið 81 útkall vegna umferðarslysa en alls var 371 útkall vegna umferðarslysa á árinu 2023. Útköllum fjölgaði töluvert á þriðja og fjórða ársfjórðungi árið 2023 miðað við fyrsta og annan fjórðung og síðan fækkar aftur tilfellum á fyrsta ársfjórðungi 2024.“ Á fyrsta ársfjórðungi hefur komið 21 útkall vegna bílbruna. Alls voru þau 112 talsins á árinu 2023. „Fjöldi útkalla vegna bílbruna er svipaður og á sama ársfjórðungi í fyrra, en töluvert minni en á miðju síðasta ári.“ omfr@mbl.is