Guðlaug Edda Hannesdóttir
Guðlaug Edda Hannesdóttir
Guðlaug Edda Hannesdóttir var á meðal keppenda á þríþrautarmóti í Suður-Afríku um helgina. Keppt var í ólympískri vegalengd þar sem sundið er 1.500 metrar, hjólið 40 kílómetrar og endað á tíu mínútna hlaupi

Guðlaug Edda Hannesdóttir var á meðal keppenda á þríþrautarmóti í Suður-Afríku um helgina. Keppt var í ólympískri vegalengd þar sem sundið er 1.500 metrar, hjólið 40 kílómetrar og endað á tíu mínútna hlaupi. Guðlaug stóð sig frábærlega í sundi og á hjólinu, en hlaupið gekk ekki eins vel. Endaði hún því í áttunda sæti, sem skilaði henni upp í 225. sæti heimslistans. Þarf Guðlaug að vera á meðal 180 efstu á heimslista til að eiga möguleika á að komast á Ólympíuleikana í París.