— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lítið stendur nú eftir af gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga ráðist á síðustu veggi og bita í húsinu fornfræga þar sem ótal eftirminnilegir sjónvarpsþættir voru teknir upp fram til aldamóta þegar starfsemi RÚV var endanlega flutt í Efstaleiti

Lítið stendur nú eftir af gamla Sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Stórvirkar vinnuvélar hafa síðustu daga ráðist á síðustu veggi og bita í húsinu fornfræga þar sem ótal eftirminnilegir sjónvarpsþættir voru teknir upp fram til aldamóta þegar starfsemi RÚV var endanlega flutt í Efstaleiti. Lóðin tilheyrir Heklureitnum svonefnda þar sem mikil uppbygging er fyrirhuguð en hótel kemur í stað hússins.