Sigruðu Íslensku landsliðskonurnar fagna fyrsta markinu gegn Póllandi eftir að Bryndís Arna Níelsdóttir skaut í varnarmann og inn.
Sigruðu Íslensku landsliðskonurnar fagna fyrsta markinu gegn Póllandi eftir að Bryndís Arna Níelsdóttir skaut í varnarmann og inn. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Annar leikur Íslands í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu fer fram í Aachen í dag þar sem liðið mætir öflugu liði Þýskalands. Ísland vann Pólland 3:0 í fyrstu umferðinni á föstudaginn á meðan Þýskaland vann Austurríki, 3:2, á útivelli

Annar leikur Íslands í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu fer fram í Aachen í dag þar sem liðið mætir öflugu liði Þýskalands.

Ísland vann Pólland 3:0 í fyrstu umferðinni á föstudaginn á meðan Þýskaland vann Austurríki, 3:2, á útivelli.

Þýska liðið vann það íslenska mjög örugglega, 4:0, í Düsseldorf í Þjóðadeildinni í haust og svo aftur, 2:0, eftir mun meiri mótspyrnu á Laugardalsvellinum en þar réðust úrslitin ekki fyrr en í uppbótartíma leiksins.

Þjóðverjar eru afar sigurstranglegir í riðlinum en tvö efstu liðin komast beint á EM 2025 og hin tvö liðin fara í umspil í haust.

Líklegt er að Þorsteinn Halldórsson tefli fram sama liði, eða lítið breyttu, frá sigurleiknum gegn Pólverjum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti þó í erfiðleikum þar og fór af velli eftir að hafa tvisvar þurft aðhlynningu í leiknum.