Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Katrín Jakobsdóttir, sem beðist hefur lausnar frá embætti forsætisráðherra Íslands, hefur verið ráðherra í 10 ár og 9 mánuði. Hún er í 19. sæti yfir þá einstaklinga sem lengst hafa verið ráðherrar. Alþingi tekur saman lista yfir þá sem hafa átt…

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Katrín Jakobsdóttir, sem beðist hefur lausnar frá embætti forsætisráðherra Íslands, hefur verið ráðherra í 10 ár og 9 mánuði. Hún er í 19. sæti yfir þá einstaklinga sem lengst hafa verið ráðherrar.

Alþingi tekur saman lista yfir þá sem hafa átt lengstan starfsaldur í ríkisstjórn og birtir þann fróðleik sem og margt annað um stjórn landsins á vef sínum.

Listinn er birtur hér með fréttinni og nær til 20 einstaklinga sem lengst hafa verið ráðherrar. Af þeim lista eru fjórir ráðherrar sem setið hafa í ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.

Ráðherrar Íslands voru við völd 1904-1917, fimm í allt. Hannes Hafstein, 1. febrúar 1904 til 31. mars 1909 (Heimastjórnarflokkur), var fyrsti ráðherrann. Eftir 1917 var ráðherrum fjölgað, fyrst í þrjá. Forsætisráðherra hafði forystuna og við hann eru ráðuneyti kennd eins og venja er.

Frá árinu 1904 hafa 164 einstaklingar setið sem ráðherrar, 132 karlar og 32 konur. Af þessum fjölda hafa utanþingsráðherrar verið 22, þar af 19 konur og þrír karlar. Fyrstur þeirra var Jón Magnússon forsætisráðherra, 15. nóvember 1919 til 7. mars 1922.

Ráðherrar sem aldrei voru kjörnir alþingismenn eru níu talsins. Nú mun 165. einstaklingurinn bætast í hóp ráðherra ef áform ganga eftir, þingmaður VG.

Höf.: Sigtryggur Sigtryggsson