Benedikt Gunnar Ófeigsson
Benedikt Gunnar Ófeigsson
Land í Svartsengi hef­ur risið um 2-3 senti­metra frá 2. apríl til 7. apríl. Er það minna landris en mæld­ist eft­ir fyrri gos síðustu mánuði. Aukið landris gæti verið merki um að kvikuflæði hafi auk­ist inn í Svartsengi, eða að tregða sé kom­in í flæði kviku úr eld­gos­inu

Land í Svartsengi hef­ur risið um 2-3 senti­metra frá 2. apríl til 7. apríl. Er það minna landris en mæld­ist eft­ir fyrri gos síðustu mánuði. Aukið landris gæti verið merki um að kvikuflæði hafi auk­ist inn í Svartsengi, eða að tregða sé kom­in í flæði kviku úr eld­gos­inu. „Mér sýn­ist á öllu að landrisið við Svartsengi sé veru­legt og sé að fara í átt­ina að því sem það var,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við Morgunblaðið. Miðað við að það sé að aukast geti það þýtt að það sé meiri tregða í flæði eld­goss­ins. Hinn mögu­leik­inn er sá að flæði sé að aukast að neðan.