Sólmyrkvi Glæsilegt sjónarspil myndaðist á himni í gærkvöldi er 40% deildarmykvi á sólu sást á Íslandi. Sjónin var tilkomumeiri vestanhafs en almyrkvi var í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
Sólmyrkvi Glæsilegt sjónarspil myndaðist á himni í gærkvöldi er 40% deildarmykvi á sólu sást á Íslandi. Sjónin var tilkomumeiri vestanhafs en almyrkvi var í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Íslendingar komu saman í Öskjuhlíð í gærkvöld til að berja deildarmyrkva á sólu augum. Tunglið huldi um 40% sólarinnar klukkan 19.39 en séð frá Mex­íkó, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada var al­myrkvi. Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason, einnig…

Íslendingar komu saman í Öskjuhlíð í gærkvöld til að berja deildarmyrkva á sólu augum. Tunglið huldi um 40% sólarinnar klukkan 19.39 en séð frá Mex­íkó, Banda­ríkj­un­um og Kan­ada var al­myrkvi.

Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason, einnig þekktur sem Stjörnu-Sævar, er staddur í Vermont-ríki í Bandaríkjunum og segir almyrkvann engu líkan og áhorfendur marga hafa orðið klökka.

„Allt breytist! Birtan breytist, hitastigið breytist, vindurinn breytist. Svo heyrði maður fólk hrópa upp yfir sig þegar skugginn frá tunglinu færðist yfir okkur og það brast á stórfurðuleg en gullfalleg birta,“ segir Sævar í samtali við Morgunblaðið.

Hann segir þá sem misstu af myrkvanum heima þó ekki þurfa að örvænta því að von sé á 70% deildarmyrkva í mars á næsta ári. Þá geti þjóðin einnig farið að láta sig hlakka til ágúst 2026 því að þá sé von á að almyrkvi á sólu sjáist á Íslandi.