Norrænt Ljósmynd eftir Einar Inga Ingvarsson.
Norrænt Ljósmynd eftir Einar Inga Ingvarsson.
Ljósmyndasýningin CHAOS verður opnuð í dag, þriðjudaginn 9. apríl, kl. 15, í Norræna húsinu. Er það samnorræn sýning og hluti af verkefninu NU sem hefur það að markmiði að tengja og þróa fjölmiðla- og listkennslu á Norðurlöndunum

Ljósmyndasýningin CHAOS verður opnuð í dag, þriðjudaginn 9. apríl, kl. 15, í Norræna húsinu. Er það samnorræn sýning og hluti af verkefninu NU sem hefur það að markmiði að tengja og þróa fjölmiðla- og listkennslu á Norðurlöndunum. Er verkefninu ætlað að gefa nemendum og skólum vettvang til að hittast, öðlast sýnileika og koma sjálfum sér á framfæri, að því er fram kemur á vef Norræna hússins.

NU-sýningarnar hafa verið haldnar árlega frá árinu 2017 af skólanum Yrkesinstitutet Prakticum í Helsinki og er nýtt þema á hverju ári, að því er segir í tilkynningu frá Norræna húsinu. Í ár sýna nemendur frá Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Finnlandi ljósmyndir sínar.