— AFP/Angela Weiss
Óhætt er að segja að sólmyrkvaæði hafi gripið um sig í Norður-Ameríku í gær þegar almyrkvi á sólu sást allt frá Mexíkó í suðri til Kanada í norðri. Almyrkvinn hófst kl. 11.07 í gærmorgun á Kyrrahafsströnd Mexíkó, kl

Óhætt er að segja að sólmyrkvaæði hafi gripið um sig í Norður-Ameríku í gær þegar almyrkvi á sólu sást allt frá Mexíkó í suðri til Kanada í norðri.

Almyrkvinn hófst kl. 11.07 í gærmorgun á Kyrrahafsströnd Mexíkó, kl. 18.07 að okkar tíma, og fór síðan yfir Bandaríkin að Atlantshafsströnd Kanada einni og hálfri stundu síðar. Um 32 milljónir manna búa á svæðinu þar sem almyrkvinn sást.

Hátíðir, sólmyrkvaveislur og jafnvel fjöldabrúðkaup voru skipulögð á braut sólmyrkvans, sem raunar sást ekki vel alls staðar vegna skýjahulu.

„Almyrkvi á sólu er einn tilfinningaþrungnasti atburður sem hægt er að upplifa,“ skrifaði Jane Rigby, vísindastjóri Webb-geimsjónaukaverkefnisins. „Maður verður hluti af alheiminum.“