Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það eru vissulega óvenjulegir tímar í stjórnmálum, þar sem fleiri vilja bjóða sig fram til forseta lýðveldisins en auðveldlega má hafa tölu á.

Það eru vissulega óvenjulegir tímar í stjórnmálum, þar sem fleiri vilja bjóða sig fram til forseta lýðveldisins en auðveldlega má hafa tölu á.

Ekki bætir úr skák að margir þeirra virðast halda að þar sé teflt um embætti æðsta markþjálfa landsins. Og margir hinna að Bessastaðir séu staðurinn til þess að koma pólitískum áhugamálum eða sérviskum fram. Má benda þeim á að til þess höfum við Alþingi?

Skiljanlega hafa ekki allir þetta á hreinu, en það má samt ætlast til þess af sérfræðingum. Þess vegna skýtur svo skökku við þegar Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og stjórnmálafræðiprófessor, segir ítrekað að framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra innifeli einhver sérstök stjórnskipuleg vandamál, sem aðrir fræðimenn vísa á bug.

Eða mannréttindalögfræðingurinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sem fyrir helgi hafði miklar áhyggjur af því að mögulegt framboð Katrínar væri vantraustsyfirlýsing á ríkisstjórn!

Nú þegar það er fram komið krefst hún svo þess að dagskrá Alþingis verði breytt þar sem starfsstjórn sé tekin við í Stjórnarráðinu. Vill Birgir Ármannsson þingforseti vera svo vænn að segja lögspekingi Pírata frá því að á Íslandi sé þingræði, að ríkisstjórnir sitji í skjóli Alþingis, ekki öfugt?