Norður ♠ D8 ♥ 532 ♦ KG972 ♣ D73 Vestur ♠ ÁKG92 ♥ 1064 ♦ D53 ♣ 62 Austur ♠ 104 ♥ ÁK987 ♦ 1086 ♣ 1084 Suður ♠ 7653 ♥ DG ♦ Á4 ♣ ÁKG95 Suður spilar 2G

Norður

♠ D8

♥ 532

♦ KG972

♣ D73

Vestur

♠ ÁKG92

♥ 1064

♦ D53

♣ 62

Austur

♠ 104

♥ ÁK987

♦ 1086

♣ 1084

Suður

♠ 7653

♥ DG

♦ Á4

♣ ÁKG95

Suður spilar 2G.

Hefðbundin skilgreining á grandopnun í Standard er 15-17 punktar og jöfn skipting. Suður á 15 punkta, en það má deila um skiptinguna – hún er alla vega ekki „sjávarflöt“, eins og Hrólfur Hjalta segir. En tvíspilin eru feit og Steve Weinstein kaus að opna á grandi þegar spilið kom upp í úrslitaleik Vanderbilt.

Bobby Levin í norður var spenntur fyrir 3G og spurði um styrk opnunarinnar. Þegar Weinstein sýndi lágmark með 2G lét Levin gott heita. Augnabliki síðar hafði vörnin tekið tíu fyrstu slagina – fyrst fimm á spaða, svo aðra fimm á hjarta: 500 niður!

Lítið við þessu að segja, svo sem, nema kannski, að það hefði komið betur út að opna á laufi frekar en grandi. Það gerði Chris Compton á hinu borðinu. Vestur kom inn á 1♠ og þar dóu sagnir friðsamlega út. Einn niður.