Einn Lamar Morgan og félagar í ÍR þurfa einn sigur til viðbótar.
Einn Lamar Morgan og félagar í ÍR þurfa einn sigur til viðbótar. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reykjavíkurliðin ÍR og Fjölnir eru komin í 2:0 í einvígjum sínum í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta eftir sigra í gær. ÍR vann Selfoss 90:78 á útivelli. ÍR, sem féll á síðustu leiktíð, færðist þar með skrefi nær því að fara beint aftur upp í efstu deild

Reykjavíkurliðin ÍR og Fjölnir eru komin í 2:0 í einvígjum sínum í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfubolta eftir sigra í gær. ÍR vann Selfoss 90:78 á útivelli. ÍR, sem féll á síðustu leiktíð, færðist þar með skrefi nær því að fara beint aftur upp í efstu deild. Lamar Morgan skoraði 28 stig fyrir ÍR. Fjölnir vann 88:80-sigur á ÍA á Skaganum. Kennedy Clement og Lewis Diankulu gerðu 16 stig hvor fyrir Fjölni. Þrjá sigra þarf til að fara í undanúrslit.