Sigur Sigrún Agatha Árnadóttir skoraði eitt markanna í gær.
Sigur Sigrún Agatha Árnadóttir skoraði eitt markanna í gær. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Ísland sigraði Belgíu, 5:2, í öðrum leik sínum í 2. deild A á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkíi í Andorra í gær. Liðið tapaði 8:0 fyrir Spáni í fyrsta leiknum. Katrín Rós Björnsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Amanda Ýr…

Ísland sigraði Belgíu, 5:2, í öðrum leik sínum í 2. deild A á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkíi í Andorra í gær. Liðið tapaði 8:0 fyrir Spáni í fyrsta leiknum. Katrín Rós Björnsdóttir, Kolbrún Björnsdóttir, Sigrún Agatha Árnadóttir, Amanda Ýr Bjarnadóttir og Silvía Rán Björgvinsdóttir skoruðu mörk Íslands. Liðið mætir Kasakstan á morgun, Mexíkó á fimmtudaginn og loks Taívan á laugardaginn en leikið er um eitt sæti í 1. deild B.