Flottur Nick Cave á tónleikum sem hann hélt á Broadway árið 2002.
Flottur Nick Cave á tónleikum sem hann hélt á Broadway árið 2002. — Morgunblaðið/Golli
Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 2. júlí og kemur Colin Greenwood, liðsmaður hljómsveitarinnar Radiohead, fram með honum og leikur á bassagítar. Munu þeir flytja valin lög, „hrá og óskreytt“, eins og því er…

Ástralski tónlistarmaðurinn Nick Cave heldur tónleika í Eldborg í Hörpu 2. júlí og kemur Colin Greenwood, liðsmaður hljómsveitarinnar Radiohead, fram með honum og leikur á bassagítar. Munu þeir flytja valin lög, „hrá og óskreytt“, eins og því er lýst í tilkynningu frá Senu Live sem sér um skipulag tónleikanna. Segir þar að þeir Cave og Greenwood muni þannig „afhjúpa grundvallareðli sitt fyrir áhorfendum“.

Cave fer fyrir hljómsveitinni Nick Cave & the Bad Seeds sem stofnuð var árið 1983 og hefur gert garðinn frægan með henni auk þess að eiga að baki glæstan sólóferil. Hefur hann starfað sem tónlistarmaður, rithöfundur og nú síðast leirlistamaður. Greenwood er einnig víðfrægur, hefur gegnt stöðu bassaleikara hljómsveitarinnar Radiohead frá upphafi og einnig sinnt skrifum og ljósmyndun.

Sex verðsvæði eru í boði á tónleikana í Eldborg og kosta miðarnir frá 6.990 kr. Almenn sala hefst á föstudaginn, 12. apríl, kl. 10.