Bréf í Eimskip lækkuðu í gær.
Bréf í Eimskip lækkuðu í gær.
Gengi bréfa í Eimskip lækkaði í gær um 6,6% eftir að félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun eftir lok markaða á föstudag. Velta með bréfin var þó lítil, aðeins um 175 m.kr. Í uppfærðri afkomuspá Eimskips kemur fram að væntanleg EBITDA á fyrsta ársfjórðungi verði á bilinu 13-15 m

Gengi bréfa í Eimskip lækkaði í gær um 6,6% eftir að félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun eftir lok markaða á föstudag. Velta með bréfin var þó lítil, aðeins um 175 m.kr. Í uppfærðri afkomuspá Eimskips kemur fram að væntanleg EBITDA á fyrsta ársfjórðungi verði á bilinu 13-15 m. evra, í stað 21 m. evra eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Lækkunina má rekja til lækkunar á flutningsverðum yfir Atlantshaf, auk þess sem verulega hefur dregið úr innflutningi á nýjum bílum og almennt á innflutningi til Íslands. Gengi bréfa í Eimskip hefur nú lækkað um rúm 29% það sem af er ári og 38% á sl. 12 mánuðum.