Norður
♠ 7
♥ ÁKD10864
♦ 108
♣ KD4
Vestur
♠ D642
♥ G53
♦ DG42
♣ 102
Austur
♠ K98
♥ 9
♦ K653
♣ 98653
Suður
♠ ÁG1053
♥ 72
♦ Á97
♣ ÁG7
Suður spilar 7G.
Magnús mörgæs taldi upphátt: „Sjö á hjarta, þrír á lauf og tveir ásar. Steindauðir tólf slagir, sýnist mér.“
„Ekki alveg dauðir,“ mótmælti Óskar ugla: „Ef sami mótherji á hjónin í spaða og blokkina í tígli …“
„Akademískt,“ greip Gölturinn fram í. „Besti sénsinn er gúmmískvís. Og það er góður séns með þreytt gamalmenni í vörninni.“
Gölturinn er ekkert unglamb sjálfur og því má ekki taka þetta sem aldursfordóma. En hið sanna í málinu er að Katz og Nickell gáfu 7G í þriðju lotu Vanderbilt-úrslitanna. Sagnhafi (Ron Smith) hafði sagt spaða og bæði Katz í austur og Nickell í vestur töldu nauðsynlegt að hanga á tveimur spöðum í lokastöðunni. Smith átti eftir blankan spaðaás og ♦Á9 og fékk þrettánda slaginn á tígulníuna.