„Fyrst hélt ég að hann hefði fyrst við mig en svo fattaði ég að hann er bara svona á svipinn.“ Sögnin að fyrtast merkir að móðgast, reiðast, fara í fýlu, styggjast, snúa upp á sig, verða fúll eða fornemast

„Fyrst hélt ég að hann hefði fyrst við mig en svo fattaði ég að hann er bara svona á svipinn.“ Sögnin að fyrtast merkir að móðgast, reiðast, fara í fýlu, styggjast, snúa upp á sig, verða fúll eða fornemast. Muni maður hana getur hún sem sagt sparað manni tíma. Rúsínan í pylsuendanum: hún er líka rituð með i-i: firtast!