Sigurður Guðlaugsson fæddist 11. desember 1946. Hann lést lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 26. mars 2024.

Systkini Sigurðar eru samfeðra: Ágústa, f. 27. desember 1944. Alsystkini: Þórarinn, f. 10. janúar 1948, d. 26. janúar 2019, Agnar, f. 29. ágúst 1953, Guðmundur Rúnar, f. 28. september 1958. Uppeldissystur: Guðrún Ólafsdóttir, f. 18. júní 1944, og Svanhildur Guðmundsdóttir, f. 26. maí 1943.

Sigurður kvæntist Sveinbjörgu Kristinsdóttur 8. september 1972. Hún lést 5. júlí 2007. Sveinbjörg átti tvö börn, Grétu og Sigurð Jóhannsbörn.

Sigurður ólst upp í Hafnarfirði, fyrst á Holtsgötu og síðar á Melholti. Hann lærði trésmíði og starfaði sem trésmíðameistari á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem hann starfaði í Svíþjóð í allmörg ár. Sigurður bjó lengst af í Barmahlíð 11. Seinustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 10. apríl 2024, klukkan 13.

Í dag verður bróðir okkar, Sigurður Guðlaugsson húsasmíðameistari, jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju.

Það er margs að minnast þegar hugsað er um Sigurð. Hann var einstaklega barngóður maður og mikill dýravinur. Sigurður var mikill veiðimaður, hann veiddi mikið í Soginu í landi Syðri-Brúar og Bíldsfells og þessa staði þekkti hann eins og lófann á sér.

Hann var einstaklega fiskinn, alveg sama hvort hann var að veiða í vötnum eða ám. Hann sleppti samt öllum fiski sem hann veiddi því hann borðaði helst ekki fisk.

Sigurður var mjög mikill matmaður á sínum yngri árum og það voru bestu veislurnar að hans mati þegar hann var fyrstur að veisluborðinu, það var alltaf tekið fram þegar hann sagði frá veislunum hversu fljótt hann komst að veisluborðinu.

Sigurður giftist Sveinbjörgu Kristinsdóttir 8. september 1972 og bjuggu þau í Barmahlíð 11 í Reykjavík fyrir utan árin sem þau bjuggu í Malmö í Svíþjóð. Sveinbjörg lést 5. júlí 2007.

Sigurður var einstaklega flinkur og duglegur smiður. Í mörg ár starfaði hann sem verktaki við glerísetningar hjá Reykjavíkurborg.

Sigurður og hundarnir hans voru óaðskiljanlegir, honum samdi vel við dýr eins og áður kemur fram. Sigurður dvaldi síðustu æviárin á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Við systkinin viljum þakka öllum sem sinntu honum og önnuðust hann í veikindum hans.

Agnar Guðlaugsson og fjölskylda.