Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kveðst hafa beðið um að fá innviðaráðuneytið. Svandís sagði skilið við matvælaráðuneytið í gær og segist ekki hafa skipt um ráðherrastól til þess að friða Sjálfstæðismenn

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kveðst hafa beðið um að fá innviðaráðuneytið. Svandís sagði skilið við matvælaráðuneytið í gær og segist ekki hafa skipt um ráðherrastól til þess að friða Sjálfstæðismenn.

Svandís seg­ir margt spenn­andi bíða sín í nýju ráðuneyti. Kveðst hún munu ein­setja sér að setja sam­göngusátt­mál­ann í for­gang. „Þetta eru öðru­vísi mál­efni og margt mjög spenn­andi, ekki síst það sem lýt­ur að skipu­lags­mál­um og hús­næðismál­um og auðvitað mál­efn­um sveit­ar­fé­lag­anna sem eru mér mjög kær frá fornu fari,“ seg­ir Svandís. Hún kveðst vera bjart­sýn á áfram­hald­andi sam­starf rík­is­stjórn­ar­inn­ar.