Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra kveðst hafa beðið um að fá innviðaráðuneytið. Svandís sagði skilið við matvælaráðuneytið í gær og segist ekki hafa skipt um ráðherrastól til þess að friða Sjálfstæðismenn.
Svandís segir margt spennandi bíða sín í nýju ráðuneyti. Kveðst hún munu einsetja sér að setja samgöngusáttmálann í forgang. „Þetta eru öðruvísi málefni og margt mjög spennandi, ekki síst það sem lýtur að skipulagsmálum og húsnæðismálum og auðvitað málefnum sveitarfélaganna sem eru mér mjög kær frá fornu fari,“ segir Svandís. Hún kveðst vera bjartsýn á áframhaldandi samstarf ríkisstjórnarinnar.