1:1 Mark Íslands í uppsiglingu. Boltinn siglir fram hjá Sveindísi Jane og varnarmönnum og Hlín Eiríksdóttir (14) tók við honum og skoraði.
1:1 Mark Íslands í uppsiglingu. Boltinn siglir fram hjá Sveindísi Jane og varnarmönnum og Hlín Eiríksdóttir (14) tók við honum og skoraði. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Þýskaland vann allöruggan sigur á Íslandi, 3:1, í annarri umferð 4. riðils í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu þegar þjóðirnar mættust í Aachen í Þýskalandi í gær. Lea Schüller kom Þýskalandi yfir með skallamarki strax á 4

EM 2025

Víðir Sigurðsson

Jóhann Ingi Hafþórsson

Þýskaland vann allöruggan sigur á Íslandi, 3:1, í annarri umferð 4. riðils í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu þegar þjóðirnar mættust í Aachen í Þýskalandi í gær.

Lea Schüller kom Þýskalandi yfir með skallamarki strax á 4. mínútu leiksins en íslenska liðið svaraði vel fyrir sig með kraftmiklum leik í kjölfarið.

Hlín Eiríksdóttir jafnaði metin á 23. mínútu, 1:1, með skoti úr markteignum hægra megin eftir sendingu frá Diljá Ýr Zomers.

Íslenska liðið varð fyrir miklu áfalli eftir hálftíma leik þegar Sveindís Jane Jónsdóttir þurfti að fara af velli eftir að hafa lent illa á öxlinni.

Aðeins þremur mínútum síðar skoraði Schüller annað skallamark og kom Þjóðverjum í 2:1. Lena Oberdorf skoraði síðan eftir hornspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks, 3:1.

Þjóðverjar sóttu megnið af síðari hálfleiknum en náðu ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir mörg skot að íslenska markinu þar sem Fanney Inga Birkisdóttir var mjög örugg.

Höf.: Víðir Sigurðsson