Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir matvælaráðherra seg­ist líta svo á að gott verk hafi verið unnið und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur í ráðuneyt­inu en nýju fólki fylgi þó nýj­ar áhersl­ur. „Nýju fólki fylgja auðvitað ein­hverj­ar breytt­ar áhersl­ur af eðli máls að skilja

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir matvælaráðherra seg­ist líta svo á að gott verk hafi verið unnið und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur í ráðuneyt­inu en nýju fólki fylgi þó nýj­ar áhersl­ur.

„Nýju fólki fylgja auðvitað ein­hverj­ar breytt­ar áhersl­ur af eðli máls að skilja. Ég lít svo á að gott verk hafi verið unnið und­ir for­ystu Svandís­ar Svavars­dótt­ur og sann­ar­lega held ég áfram með þau verk. En eins og ég segi, þá fylgja nýju fólki alltaf nýj­ar áhersl­ur,“ segir hún.

Bjarkey kveðst vona að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið í núverandi mynd og segir einingu innan ríkisstjórnarinnar.