Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segist líta svo á að gott verk hafi verið unnið undir forystu Svandísar Svavarsdóttur í ráðuneytinu en nýju fólki fylgi þó nýjar áherslur.
„Nýju fólki fylgja auðvitað einhverjar breyttar áherslur af eðli máls að skilja. Ég lít svo á að gott verk hafi verið unnið undir forystu Svandísar Svavarsdóttur og sannarlega held ég áfram með þau verk. En eins og ég segi, þá fylgja nýju fólki alltaf nýjar áherslur,“ segir hún.
Bjarkey kveðst vona að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið í núverandi mynd og segir einingu innan ríkisstjórnarinnar.