Þýskaland Elmar Erlingsson yfirgefur Eyjamenn eftir tímabilið.
Þýskaland Elmar Erlingsson yfirgefur Eyjamenn eftir tímabilið. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Elmar Erlingsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi frá Vestmannaeyjum, hefur samið við þýska félagið Nordhorn um að ganga til liðs við það í sumar en hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Elmar er 19 ára leikstjórnandi og hefur þrátt fyrir…

Elmar Erlingsson, handknattleiksmaðurinn efnilegi frá Vestmannaeyjum, hefur samið við þýska félagið Nordhorn um að ganga til liðs við það í sumar en hann var kynntur til leiks hjá félaginu í gær. Elmar er 19 ára leikstjórnandi og hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá ÍBV og varð Íslandsmeistari með liðinu í fyrra. Nordhorn er í 11. sæti af 20 liðum í þýsku B-deildinni og verður áfram í þeirri deild á næsta tímabili.