Norður ♠ G6 ♥ ÁD9852 ♦ D4 ♣ DG7 Vestur ♠ 9843 ♥ K107 ♦ 7 ♣ 109852 Austur ♠ KD5 ♥ G4 ♦ KG9865 ♣ 63 Suður ♠ Á1072 ♥ 63 ♦ Á1032 ♣ ÁK4 Suður spilar 4♠

Norður

♠ G6

♥ ÁD9852

♦ D4

♣ DG7

Vestur

♠ 9843

♥ K107

♦ 7

♣ 109852

Austur

♠ KD5

♥ G4

♦ KG9865

♣ 63

Suður

♠ Á1072

♥ 63

♦ Á1032

♣ ÁK4

Suður spilar 4♠.

Vondu spilin koma í knippum. Við sáum í gær spil frá úrslitaleik Vanderbilt þar sem Nickell og Katz gáfu 7G í vörninni. Tveimur spilum síðar opnar Nickell á Standard-grandi sem suður og fær svar á 4♦ frá félaga Katz.

„Alert! Yfirfærsla,“ útskýrir Nickell og segir 4♠. Var greinilega með Texas-afbrigðið í huga þar sem 4♣ er yfirfærsla í hjarta og 4♦ í spaða. En nei – þeir höfðu nýlega breytt yfir í hefðbundnar yfirfærslur. Æ, æ, æ. Hugurinn var enn við gröndin sjö.

Einbeitingin var rokin út í veður og vind og Nickell endaði tvo niður eftir ruglingslega spilamennsku. Síðar meir – ef Nickell skoðar leikinn á Bridgebase – sér hann sér til skelfingar að hið tilfinningalausa reikniforrit GIB heldur því fram að 4♠ standi á borðinu! Legan er ótrúlega góð og vörnin fær bara tvo slagi á tromp og einn á tígul.