Efstur Scottie Scheffler er talinn sigurstranglegur á mótinu.
Efstur Scottie Scheffler er talinn sigurstranglegur á mótinu. — AFP/Andrew Redington
Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum, efsti maður heimslistans í golfi, er tilbúinn til að hætta keppni á Masters-mótinu í golfi sem hefst í Augusta í Bandaríkjunum í dag. Hann þykir sigurstranglegastur en á von á fyrsta barni sínu með Meredith eiginkonu sinni sem getur fæðst hvenær sem er

Scottie Scheffler frá Bandaríkjunum, efsti maður heimslistans í golfi, er tilbúinn til að hætta keppni á Masters-mótinu í golfi sem hefst í Augusta í Bandaríkjunum í dag. Hann þykir sigurstranglegastur en á von á fyrsta barni sínu með Meredith eiginkonu sinni sem getur fæðst hvenær sem er. New York Post segir að Scheffler hætti þegar í stað ef til þess kemur. Hann vann Masters-mótið árið 2022 og freistar þess að vinna í annað skipti.