Jónína Árnadóttir fæddist á Syðri-Másstöðum í Skíðadal 7. ágúst 1924. Hún lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík 30. mars 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Árni Valdimarsson, f. 20. október 1894 á Syðri-Másstöðum í Skíðadal, d. 31. janúar 1959, og Steinunn Jóhannesdóttir, f. 21. október 1899 í Göngustaðakoti í Svarfaðardal, d. 8. júlí 1971.

Jónína var þriðja í röð sjö systkina. Systkini hennar eru Aðalheiður, látin, Margrét Arnheiður, látin, Valrós, látin, Stefán Ragnar, búsettur í Mosfellsbæ, Hallfríður, búsett á Dalvík, og Heiðar, búsettur í Kópavogi.

Jónína fór 12 ára gömul í fóstur til frænda síns Stefáns Hallgrímssonar og Rannveigar Stefánsdóttur konu hans í Haukafelli á Dalvík. Gunnar Stefánsson, sonur þeirra hjóna, er uppeldisbróðir hennar.

Jónína gekk í barnaskóla á Dalvík og var við nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi veturinn 1944-1945. Þann 30. maí 1952 giftist hún Birni Þorleifssyni húsasmið, frá Hóli á Upsaströnd, f. 13. júlí 1922, d. 21. nóvember 2011. Þau byggðu sér hús að Bárugötu 12 á Dalvík og fluttu þangað 1961. Synir þeirra eru: 1) Leifur Dagmann, f. 26.7. 1952. Hann á eitt barn og eitt barnabarn. 2) Stefán, f. 1.11. 1953, giftur Hrafnhildi Hafdísi Sverrisdóttur, f. 10.3. 1956. Þau eiga þrjú börn, þrjú barnabörn og eitt barnabarnabarn. 3) Björn, f. 8.1. 1957, giftur Sigríði Guðmundsdóttur, f. 3.8. 1964. Þau eiga tvo syni og sex barnabörn. 4) Árni, f. 19.1. 1959, d. 18.3. 2023. Hann var giftur Guðbjörgu Jóhannesdóttur, þau skildu. Þau eignuðust þrjú börn.

Útför Jónínu fer fram frá Dalvíkurkirkju í dag, 11. apríl 2024, klukkan 13.

Sof, ástríka auga,

sof, yndisrödd þýð,

hvíl, hlýjasta hjarta,

hvíl, höndin svo blíð!

Það hverfur ei héðan,

sem helgast oss var:

vor brjóst eiga bústað,

- þú býrð alltaf þar.

Hið mjúka milda vor

sín blóm á þig breiði

og blessi þín spor.

(Jóhannes úr Kötlum)

Hafdís Hrafnh. Sverrisdóttir.