Ia Genberg
Ia Genberg
Tilkynnt hefur verið hvaða sex bækur komast á stuttlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna í ár. Fyrst ber að nefna Smá­atriðin eftir Iu Genberg sem út kom í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur í fyrra

Tilkynnt hefur verið hvaða sex bækur komast á stuttlista alþjóðlegu Booker-verðlaunanna í ár. Fyrst ber að nefna Smá­atriðin eftir Iu Genberg sem út kom í íslenskri þýðingu Þórdísar Gísladóttur í fyrra. Enska þýðingin nefnist The De­tails. Hinar bækurnar fimm eru Not a River eftir Selvu Almada, Kairos eftir Jenny Erpenbeckl, Mater 2-10 eftir Hwang Sok-yong, What Id Rather Not Think About eftir Jentu Posthuma og Crooked Plow eftir Itamar Vieira Junior. Verðlaunin eru veitt fyrir enskar þýðingar alþjóðlegra verka sem útgefnar eru í Bretlandi og á Írlandi. Þau verða afhent 21. maí.