Kirkjan Sr. Óskar fær nýtt hlutverk.
Kirkjan Sr. Óskar fær nýtt hlutverk. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Hlutverkið er að flögra um, fylgjast með og styðja við kirkjustarf,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna og væntanlegur prófastur í Suðurprófastsdæmi. Hann tekur við því embætti á haustdögum en til þess er hann skipaður af biskup Íslands

„Hlutverkið er að flögra um, fylgjast með og styðja við kirkjustarf,“ segir sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson, sóknarprestur í Hruna og væntanlegur prófastur í Suðurprófastsdæmi. Hann tekur við því embætti á haustdögum en til þess er hann skipaður af biskup Íslands. Sá leitaði til presta og formanna sóknarnefnda – frá Selvogi og austur á Hornafjörð – um hver væri efnilegur kandídat í prófastsdæmið. Að fengnu því áliti valdi Agnes M. Sigurðardóttir sr. Óskar í embættið. Því tekur hann við á haustdögum af sr. Halldóru Þorvarðardóttur í Fellsmúla á Landi, sem senn lætur af þjónustu.

Óskar segir að verkefni prófasts séu og verði fjölbreytt. Bæði lúti þau að stjórnsýslu kirkjunnar og veraldlegum málum ýmiss konar. Einnig trúarlegum efnum svo sem leiðbeiningum til þeirra 17 presta sem þjóna á akrinum á Suðurlandi. sbs@mbl.is