Netárásir Alvarleg netárás var nýlega gerð á Háskólann í Reykjavík.
Netárásir Alvarleg netárás var nýlega gerð á Háskólann í Reykjavík. — Morgunblaðið/Eggert
Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, efnir til hádegisfundar í dag í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum

Netöryggisfyrirtækið Defend Iceland, ásamt Rannís, Háskólanum í Reykjavík og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, efnir til hádegisfundar í dag í Grósku þar sem sjónum verður beint að forvirkum netöryggisráðstöfunum.

Fram kemur í tilkynningu að á fundinum muni Jacky Mallett, dósent við tölvunarfræðideild HR, fjalla um netglæpahópinn Akira, sem ber ábyrgð á fjölda alvarlegra árása á Íslandi undanfarið og nú síðast árásinni á Háskólann í Reykjavík. Í erindinu fer Jacky meðal annars yfir skipulagða glæpastarfsemi netárásarhópa, hvaðan þeir koma og til hvaða aðgerða fyrirtæki geti gripið svo þau lendi ekki í klóm árásarhópa.

Þá mun Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, ræða aðgerðir Seðlabanka Íslands til að tryggja fjármálastöðugleika í umhverfi þar sem netárásum fjölgar hratt. Guðmundur Karl Karlsson hjá Íslandsbanka deilir reynslu bankans af notkun forvirkra öryggisráðstafana.

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar, sölu- og markaðsmála hjá Defend Iceland.