Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ef marka má vitundarherferð Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, nýendurkjörins formanns Blaðamannafélagsins, má slá því föstu að „upplýst samfélag [þurfi] faglega blaðamennsku“ og þar er fullyrt að „blaðamennska [hafi] aldrei verið mikilvægari“.

Ef marka má vitundarherferð Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, nýendurkjörins formanns Blaðamannafélagsins, má slá því föstu að „upplýst samfélag [þurfi] faglega blaðamennsku“ og þar er fullyrt að „blaðamennska [hafi] aldrei verið mikilvægari“.

Jújú, aldrei í veraldarsögunni hafa verið uppi mikilvægari tímar, þó ekki væri nema fyrir að við skulum lifa þá. Það verður lengi haft í minnum.

En það er þetta með upplýsta samfélagið og faglega blaðamennsku, sem Sigríður Dögg og BÍ vilja næra, og togast á við upplýsingaóreiðuna. Það er raunar ekki nýtt stef, því um það skrifaði Auðunn Arnórsson társtokkna grein á vef BÍ í febrúar 2023 undir fyrirsögninni „Landið þar sem blaðamenn hættu að skipta máli“.

Sú grein fjallaði um aðra grein í hinu danska systurmálgagni blaðamanna, Journalisten, þar sem bágar aðstæður íslenskra blaðamanna voru harmaðar, fjölmiðlafrelsi hér sagt af skornum skammti og vitnað bæði í Sigríði Dögg og Þórð Snæ Júlíusson ritstjóra Heimildarinnar um það.

Vandinn er að danska greinin var skrifuð af Lasse Skytt, sem varð uppvís að stórfelldum ritstuldi og heimildafölsun í sæg fjölmiðla. Sú grein hefur nú verið rækilega leiðrétt. – En íslenska greinin á vef BÍ? Hún stendur allsendis óhögguð, óleiðrétt og sjálfsagt fjarskalega fagleg.