Jacob Groth
Jacob Groth
Naxos í Danmörku gefur út kvikmyndatónlist Jacobs Groth við íslenska sálfræðidramað Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur sem var nýverið sýnt í kvikmyndahúsum hér á landi. „Útgáfan er sú fyrsta í seríu sem er tileinkuð kvikmyndatónlist eftir…

Naxos í Danmörku gefur út kvikmyndatónlist Jacobs Groth við íslenska sálfræðidramað Natatorium eftir Helenu Stefánsdóttur sem var nýverið sýnt í kvikmyndahúsum hér á landi. „Útgáfan er sú fyrsta í seríu sem er tileinkuð kvikmyndatónlist eftir áhugaverð norræn tónskáld og er ætlað að vera vettvangur þar sem hlustendur geta kynnt sér nálgun rótgróinna sem og upprennandi tónskálda á tónsmíðar fyrir kvikmyndir og sjónvarp,“ segir í tilkynningu frá framleiðanda myndarinnar.

Groth, sem hefur samið tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp síðan 1978, er þekktastur fyrir tónlist sína við Mill­enium-þríleik Stiegs Larsson. „Með djúpstæðum sellóútsendingum býr Groth til myrkan og dularfullan hljóðheim fyrir Natatorium í þessum fimm laga EP“ sem kom út í seinustu viku. Tónlistin er ­aðgengileg á öllum streymis­veitum. Natatorium verður aðgengileg á Sjónvarpi Símans og Vodafone frá og með 15. apríl.