Kosningin hefst á hádegi.
Kosningin hefst á hádegi.
Biskupskjör hefst á hádegi í dag og stendur yfir í fimm sólarhringa. Kosningu lýkur þ.a.l. á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þrír prestar eru í kjöri; sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni, sr

Biskupskjör hefst á hádegi í dag og stendur yfir í fimm sólarhringa. Kosningu lýkur þ.a.l. á hádegi næstkomandi þriðjudag.

Þrír prestar eru í kjöri; sr. Elínborg Sturludóttir prestur í Dómkirkjunni, sr. Guðmundur Karl Brynjarsson prestur í Lindakirkju og sr. Guðrún Karls Helgudóttir prestur í Grafarvogskirkju. Fái enginn hinna þriggja frambjóðenda hreinan meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli hinna tveggja efstu. Fari svo fer sú kosning væntanlega fram í maí nk.

Á kjörskránni eru alls 2.282 einstaklingar og er mikill meirihluti þeirra úr hópi leikmanna sem eru 2.115 talsins, en fjöldi presta og djákna á kjörskránni er 167.

Kosningin er rafræn. Talning atkvæða skal hefjast innan sólarhrings frá lokum kosningar. Úrslit ættu því að liggja fyrir ekki síðar en nk. miðvikudag en trúlega liggja þau þó fyrir á þriðjudag.