— Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Laxamýri | Víða er mjög mikið fannfergi uppi á heiðum og í fjallshlíðum á Norðausturlandi, en þar hefur snjó kyngt niður alveg síðan á páskum. Á Reykjaheiði hefur ekki verið svona mikill snjór í nokkur ár og hefur verið mikið verk að halda leiðinni að Þeistareykjavirkjun opinni

Laxamýri | Víða er mjög mikið fannfergi uppi á heiðum og í fjallshlíðum á Norðausturlandi, en þar hefur snjó kyngt niður alveg síðan á páskum.

Á Reykjaheiði hefur ekki verið svona mikill snjór í nokkur ár og hefur verið mikið verk að halda leiðinni að Þeistareykjavirkjun opinni. Þá hafa fallið þar snjóflóð.

Margir hestar eru á útigöngu í héraðinu og nú eru þeir flestir
á fullri gjöf þar sem enga jörð er að hafa. Búast má við að áfram bæti í snjóinn næstu daga ef veðurspáin rætist, og því er ljóst að heyþörf mun aukast.

Á myndinni hér til hliðar má sjá hross í Aðaldal, skammt frá
bænum Haga, sem voru fegin uppstyttunni á dögunum. Þau kunnu vel við sig í sólinni, þó kalt væri, en frostið fór sums staðar í tuttugu stig.