Fjármál Daði Kristjánsson.
Fjármál Daði Kristjánsson. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir
Mikil verðmætasköpun hefur orðið í íslensku hagkerfi í tengslum við svokallaðan rafmyntagröft. Á þetta bendir Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, sem heldur úti fjárfestingarsjóði sem sérhæfir sig í rafmyntum

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

Mikil verðmætasköpun hefur orðið í íslensku hagkerfi í tengslum við svokallaðan rafmyntagröft. Á þetta bendir Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, sem heldur úti fjárfestingarsjóði sem sérhæfir sig í rafmyntum.

Daði er gestur nýjasta þáttar Dagmála. Bendir hann á að þau fyrirtæki sem grafi eftir rafmyntum kaupi ótrygga orku og hafi þannig hámarkað nýtingu orkuauðlindarinnar hér á síðustu árum. Slík umsvif hafi reynst grunnurinn að því að hægt var að reisa hvert gagnaverið á fætur öðru hér á landi. Slík hafi umsvifin orðið að á árinu 2022 hafi þrjú gagnaver verið seld hér á landi og nam söluandvirðið um 100 milljörðum króna.

Í viðtalinu gagnrýnir Daði meðal annars Katrínu Jakobsdóttur fráfarandi forsætisráðherra fyrir það hvernig hún stillti rafmyntagreftri upp í samtali við Finanacial Times í lok mars. Þar sagði hún að Íslendingar ættu að beina orkuframleiðslu sinni í matvælaframleiðslu fremur en rafmyntagröft. „Hvaða matvælaframleiðandi er til í að kaupa skerðanlega orku og láta slökkva á framleiðslunni vegna þess að það er álag á kerfinu?“ spyr Daði. Hann segir ótækt að stilla starfseminni upp gegn annarri með þessu móti. Staðreyndin sé sú að þetta vinni vel saman og tryggi að íslensk þjóð njóti sem mestra ávaxta fyrir auðlindir sínar.

Höf.: Stefán E. Stefánsson