— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Líf og fjör var í gær þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar skiptust á lyklum og mátuðu sig í fimm ný ráðuneyti. Þegar Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson höfðu skipst á lyklum í forsætisráðuneytinu ræddu þau stuttlega saman áður en Katrín ávarpaði fjölmiðla og fór svo út á vit nýrra ævintýra

Líf og fjör var í gær þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar skiptust á lyklum og mátuðu sig í fimm ný ráðuneyti. Þegar Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson höfðu skipst á lyklum í forsætisráðuneytinu ræddu þau stuttlega saman áður en Katrín ávarpaði fjölmiðla og fór svo út á vit nýrra ævintýra. Þegar Katrín var farin mátaði Bjarni nýja stólinn sinn. Það var á því augnabliki sem hann settist í stólinn að hæðarmunur Bjarna og Katrínar kom bersýnilega í ljós.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók svo á móti Sigurði Inga Jóhannssyni og afhenti honum lyklana að fjármálaráðuneytinu. Þau féllust í faðma og svo þurfti Sigurður að halda í innviðaráðuneytið til að afhenda Svandísi Svavarsdóttur lyklana að því ráðuneyti. Næst var komið að Þórdísi að taka við lyklunum að utanríkisráðuneytinu af Bjarna.

Að lokum tók Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vel á móti nýjum ráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, í matvælaráðuneytinu og afhenti henni lyklana að ráðuneytinu.