— AFP/Andrew Caballero-Reynolds
Fumio Kishida forsætisráðherra Japans heimsótti í gær Hvíta húsið ásamt Yuko eiginkonu sinni, en þar tóku Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill Biden forsetafrú á móti þeim. Leiðtogarnir ræddu þar ýmis álitamál í alþjóðamálum, líkt og stöðu Úkraínu og Taívan-eyju

Fumio Kishida forsætisráðherra Japans heimsótti í gær Hvíta húsið ásamt Yuko eiginkonu sinni, en þar tóku Joe Biden Bandaríkjaforseti og Jill Biden forsetafrú á móti þeim. Leiðtogarnir ræddu þar ýmis álitamál í alþjóðamálum, líkt og stöðu Úkraínu og Taívan-eyju. Biden nýtti jafnframt tækifærið til þess að lýsa því yfir að japanskur geimfari yrði fyrstur manna sem ekki væri Bandaríkjamaður til þess að ganga á tunglinu. Bandaríkjamenn stefna að því að hefja mannaðar geimferðir til tunglsins á ný árið 2026.