60 ára Eva er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og hefur búið þar nánast óslitið í 56 ár. „Ég hef nánast búið á sömu þúfunni mestallt mitt líf. Stekkirnir hafa verið mitt leiksvæði og Elliðaárdalurinn mitt útivistarsvæði alla tíð

60 ára Eva er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti og hefur búið þar nánast óslitið í 56 ár. „Ég hef nánast búið á sömu þúfunni mestallt mitt líf. Stekkirnir hafa verið mitt leiksvæði og Elliðaárdalurinn mitt útivistarsvæði alla tíð. Mér þykir innilega vænt um dalinn sem býður upp á endalausa möguleika til útivistar.“

Eva er með BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í efnaverkfræði frá University of Florida og starfar hjá Eflu. „Mitt sérsvið eru umhverfis- og öryggismál. Mér finnst skemmtilegast að aðstoða fyrirtæki við að gera betur í umhverfismálum og að auka öryggi starfsmanna þeirra.

Ég hef mikinn áhuga á að láta gott af mér leiða og hef í gegnum árin tekið þátt í ýmsum félagsmálum svo sem bekkjarstarfi barna minna, setið í stjórn Krafts og nú sit ég í stjórn Máleflis sem eru hagsmunasamtök fyrir börn og unglinga með málþroskaröskun. Hjá Málefli leggjum við áherslu á að fræða foreldra og fagfólk um málþroskaröskun, DLD, en rannsóknir sýna að í hverjum bekk eru allavega tvö börn með DLD.

Áhugamálin eru mörg og má þar nefna samveru með fjölskyldunni, handverk, garðrækt og útivist. Síðustu ár höfum við hjónin stundað golfið af miklum áhuga bæði hér innanlands og erlendis. Eins höfum við ferðast mikið út um allan heim.“

Fjölskylda Eiginmaður Evu er Sigurjón Sigurjónsson, f. 1963, byggingaverkfræðingur hjá Nýja Landspítalanum. Börn þeirra eru Yngvi, f. 1992, Steinunn, f. 1996, og Elíana, f. 1998. Foreldrar Evu: Hjónin Yngvi Hreinn Jóhannsson, f. 1935, d. 2016, málarameistari, og Elíane Þorláksdótir, f. 1936, húsmóðir og fv. leiðbeinandi, búsett í Reykjavík.