Fjölhæfur Haukur Halldórsson hefur unnið að list sinni í sex áratugi.
Fjölhæfur Haukur Halldórsson hefur unnið að list sinni í sex áratugi.
Haukur Halldórsson: Ferðalag um list og tíma nefnist sýning sem opnuð verður í Street Art Norge 19. apríl. „Sýningin verður formlega vígð af sendiherra Íslands í Noregi, Högna S

Haukur Halldórsson: Ferðalag um list og tíma nefnist sýning sem opnuð verður í Street Art Norge 19. apríl. „Sýningin verður formlega vígð af sendiherra Íslands í Noregi, Högna S. Kristjánssyni, í húsnæði Street Art Norge að Vulkan 15 í Ósló, að viðstöddum fjölskyldu listamannsins, boðsgestum og fulltrúum frá Street Art Norge, Ola Hanø og Dino Beslic. Þessi atburður er til vitnis um varanleg áhrif verka Hauks Halldórssonar og stöðu hans í norrænu listasamfélagi,“ segir í viðburðarkynningu.

Á sýningunni má sjá fjölbreytta blöndu af verkum Hauks, „allt frá málverkum, teikningum og skúlptúrum til flókinnar skartgripahönnunar, sem undirstrikar framlag hans til listheimsins og þekkingu hans á norrænni goðafræði og þjóðsögum. Á meðan áherslan verður á götulistarhlið Hauks munu gestir fá sjaldgæfa innsýn í þá fjölbreyttu stíla og þemu sem hafa skilgreint listsköpun Hauks, allt frá fyrstu dögum hans sem sjómanns til djúpstæðrar könnunar hans á goðsögnum og landslagi,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að ferill Hauks, sem er 87 ára, spanni sex áratugi. Meðal verka Hauks eru „Arctic Henge“ á Raufarhöfn á Íslandi, en af nýlegum verkum má nefna Mehamn-lampann sem hann hannaði fyrir norsku konungshjónin, Harald og Sonju. Sýningin stendur til 25. apríl.