Ísland tapaði fyrir Mexíkó, 3:0, í næstsíðasta leik sínum í 2. deild A á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí í Andorra í gær. Íslenska liðið hefur unnið einn leik en tapað þremur á mótinu og mætir Taívan í lokaleiknum á morgun en hann ræður…
Ísland tapaði fyrir Mexíkó, 3:0, í næstsíðasta leik sínum í 2. deild A á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí í Andorra í gær.
Íslenska liðið hefur unnið einn leik en tapað þremur á mótinu og mætir Taívan í lokaleiknum á morgun en hann ræður væntanlega úrslitum um hvort liðið endar í fjórða sæti af sex liðum. Kasakstan og Spánn eru með 9 stig, Mexíkó 6, Taívan 3, Ísland 3 og Belgía hefur tapað öllum sínum leikjum.