Norður ♠ G9 ♥ ÁK75 ♦ DG85 ♣ 972 Vestur ♠ 8642 ♥ 10982 ♦ K1062 ♣ 6 Austur ♠ D105 ♥ G3 ♦ Á964 ♣ 10543 Suður ♠ ÁK73 ♥ D62 ♦ 3 ♣ ÁKDG8 Suður spilar 6♣

Norður

♠ G9

♥ ÁK75

♦ DG85

♣ 972

Vestur

♠ 8642

♥ 10982

♦ K1062

♣ 6

Austur

♠ D105

♥ G3

♦ Á964

♣ 10543

Suður

♠ ÁK73

♥ D62

♦ 3

♣ ÁKDG8

Suður spilar 6♣.

Magnús mörgæs hafði keypt þrjú sérbökuð vínarbrauð til að hafa með kaffinu og Gölturinn taldi sér skylt að leggja andlegt fóður í púkkið: „Þið spilið sex lauf með hjartatíu út.“

Fuglarnir sáu strax að ekki gengur að trompa tvo spaða í borði – austur mun yfirtrompa með tíunni. „Og úr því að hjartað fellur ekki verður úrslitaslagurinn að fást með þvingun.“

„Hárrétt,“ sagði Gölturinn og stráði sykri yfir gulu miðjuna: „Maður tekur útspilið heima og spilar tígli. Vestur verður að dúkka – annars má trompsvína fyrir ásinn. Síðan er spaði stunginn, trompin tekin og vestur má muna fífil sinn fegri, ef það er rétta orðalagið.“

„Mér finnst ég kannast eitthvað við þetta spil,“ sagði Óskar ugla hugsi.

„Það kom upp hjá BR – nema þá átti vestur tíuna blanka í trompi.“